22/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Veður gæti raskað skólastarfi

Veður gæti raskað skólastarfi í fyrramálið, þriðjudaginn 8. desember, svo börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. Stefnt er að því að grunnskólar verði opnir en röskun gæti orðið á starfi þeirra. Foreldrar/ forráðamenn eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum.