Fram kemur í nýrri fundargerð stjórnar Strætó bs. að vagnstjórar Strætó fái greiddan tjónabónus. Þar kemur fram að reynslan af bónuskerfinu á yfirstandandi ári hafi verið góð, m.a. hafi tjónakostnaður milli áranna 2014-15 lækkað verulega og slysum fækkað um 38%. Stjórn Strætó hefur því samþykkt áframhaldandi tjónabónuskerfi næstu tvö ár eða til loka árs 2017.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi