22/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Vagnstjórar fá tjónabónus

Fram kemur í nýrri fundargerð stjórnar Strætó bs. að vagnstjórar Strætó fái greiddan tjónabónus. Þar kemur fram að reynslan af bónuskerfinu á yfirstandandi ári hafi verið góð, m.a. hafi tjónakostnaður milli áranna 2014-15 lækkað verulega og slysum fækkað um 38%. Stjórn Strætó hefur því samþykkt áframhaldandi tjónabónuskerfi næstu tvö ár eða til loka árs 2017.