Úttekt rústaleitarhunda fór fram hjá Hjálparsveit skáta Garðabæ um síðustu helgi, en fyrsta úttekt sveitarinnar fór fram í fyrra. Sveitin fékk til liðs við sig Norðmennina Ove Syslak og Theresia Staaland, en bæði eru þau félagar í Norwegian Search and Rescue Team (NORSAR) og leiðbeinendur hjá Norske Redningshunder (NRH). Ove Syslak er jafnframt stjórnandi NORSAR og hefur starfað fyrir International Search and Rescue Advisory Group (INSARAG), sem eru regnhlífarsamtök rústabjörgunarsveita innan Sameinuðu þjóðanna.
Úttektin fór fram á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, en sex teymi stóðust úttektina og fara á útkallslista Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar þegar hundarnir hafa verið bólusettir. Hjálparsveit skáta Garðabæ er með níu björgunarhunda á útkallslista, en flestir þeirra eru útteknir í viðavangs-, snjóflóða- og rústaleit.
Aðrar fréttir
Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir
Opnað að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Tekjumörk hlutdeildarlána hækkuð