Frestur er útrunninn til að skila inn framboðum til formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í stjórn og milliþinganefndir. Kosið verður í þessar stöður á landsþingi félagsins sem haldið verður á Ísafirði 29. -30. maí.
Tvö framboð bárust til formanns; frá Margréti L. Laxdal, Slysavarnadeildinni Dalvík og Smára Sigurðssyni frá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri. Hörður Már Harðarson, núverandi formaður félagsins, dró framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum.
Aðrar fréttir
Rýmkun á skólastarfi, háskólar geta hafið staðnám að nýju
Tilslakanir fyrir íþrótta- og menningarstarf
Létt á takmörkunum í skólastarfi frá 24. febrúar