Jón Gnarr, borgarstjóri og Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra skrifuðu í gær undir samstarfssamning um tilraunaverkefnið Menntun núna í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Menntun núna er tilraunaverkefni menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og aðila vinnumarkaðarins. Meginmarkmið verkefnisins er að auðvelda fólki á aldrinum 18-54 ára, sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi, að hefja nám að nýju og að styrkja aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi.
Verkefnið er staðsett í Gerðubergi, þar sem ætlunin er m.a. að bjóða upp á:
- Ráðgjöf: Náms- og starfsráðgjöf, fjárhags- og félagsráðgjöf og ráðgjöf varðandi stöðupróf í íslensku og umsókn um ríkisborgararétt.
- Nám og námsstuðning: Fræðsla á fimmtudögum. Námsbrautir, íslenskunám og samfélagsfræðsla frá Mími. Námshópar og stuðningskennsla fyrir þátttakendur.
- Raunfærnimat og mat á námi og starfsreynslu til styttingar framhaldsskólanáms.
Nánari upplýsingar um skráningu hér.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi