Tag Archives: þjóðminjasafnið

Jóladagskrá Þjóðminjasafnsins

Eins og venja er heimsækja jólasveinarnir Þjóðminjasafnið klukkan 11 daglega frá 12. – 24. desember. Laugardaginn 13. desember er auk þess boðið uppá jóla-barnaleiðsögn um safnið en leiðsögnin hefst kl. 12.  Jólasveinarnir hafa heimsótt safnið síðan árið 1988.

Dagskrá:

 • 12. desember kl. 11: Stekkjarstaur
 • 13. desember kl. 11: Giljagaur og Grýla
 • 14. desember kl. 11: Stúfur
 • 15. desember kl. 11: Þvörusleikir
 • 16. desember kl. 11: Pottaskefill
 • 17. desember kl. 11: Askasleikir
 • 18. desember kl. 11: Hurðaskellir
 • 19. desember kl. 11: Skyrgámur
 • 20. desember kl. 11: Bjúgnakrækir
 • 21. desember kl. 11: Gluggagægir
 • 22. desember kl. 11: Gáttaþefur
 • 23. desember kl. 11: Ketkrókur
 • 24. desember kl. 11: Kertasníkir

Skemmtunin er ókeypis og öllum opin en skólahópar eru beðnir að bóka tíma á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is.

Forngripir almennings greindir á Þjóðminjasafninu

Í dag, sunnudaginn 2. nóvember kl. 14-16 er almenningi boðið að koma með eigin gripi í greiningu til sérfræðinga Þjóðminjasafnsins. Greiningin er ókeypis en fólk er beðið að hafa einungis 1-2 gripi meðferðis og að taka númer í afgreiðslu safnsins en aðeins 40 gestir komast að.

Hinir svokölluðu greiningardagar safnsins hafa verið mjög vel sóttir og margt fróðlegt komið í ljós. Greiningar á gripum í einkaeign eru ekki aðeins fróðlegir fyrir eigendur gripanna heldur gefst sérfræðingum safnsins einnig einstakt tækifæri til að sjá þá mörgu áhugaverðu og skemmtilegu gripi sem til eru á heimilum landsmanna. Eigendur taka að sjálfsögðu gripina með sér aftur að greiningu og myndatöku lokinni en greiningin snýst um aldur, efni og uppruna gripanna en ekki verðgildi þeirra.