Tag Archives: styrkir

Styrkir til verkefna á sviði menningarmála

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála.

Í auglýsingu mennta- og menningarmálaráðuneytis 9. október 2015 var tilgreint að úthlutað yrði til verkefna á sviði listgreina, menningararfs og uppbyggingar landsmótsstaða. Ráðuneytið tók til meðferðar 102 umsóknir þar sem sótt var um styrki alls að fjárhæð 366.866.300 kr.

Alls eru veittir 29 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 38.800.000 kr.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2016:

Á sviði lista og menningar:     Kr.
Afrika-Lole, áhugamannafélag Fest Afrika Reykjavik 2016    200.000
Bandalag íslenskra leikfélaga Rekstur þjónustumiðstöðvar 6.000.000
Félag leikskálda og handritshöfunda Höfundasmiðja    400.000
List án landamæra List án landamæra 2016 1.500.000
Listahátíðin Hringrás Hringrás Listahátíð – Cycle Music and Art Festival    700.000
Lókal, leiklistarhátíð ehf. Lókal, leiklistarhátíð 2016 3.000.000
Málnefnd um íslenskt táknmál Barnamenningarhátíð á degi íslenska táknmálsins    400.000
Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð Alþjóðleg barnabókmenntahátíð í Reykjavík    400.000
Samtök um Danshús Dansverkstæði 2.000.000
Sólheimar, sjálfbært samfélag Menningarveisla Sólheima 2016    200.000
Sviðslistasamband Íslands Rekstrarstyrkur 6.500.000
Upptakturinn, Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. og Íslenska óperan Upptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.    300.000
Á sviði menningararfs:    
Bandalag íslenskra skáta Flokkun, skráning og skönnun muna og mynda úr sögu skátahreyfingarinnar 1.000.000
Félag norrænna forvarða – Ísland Rekstrarstyrkur    500.000
FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnamanna Rekstrarstyrkur 1.000.000
Heimilisiðnaðarfélag Íslands Rekstrarstyrkur 4.000.000
Íslandsdeild ICOM Rekstarstyrkur 1.000.000
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi Uppbygging starfsemi    300.000
Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi Menningarminjar í hættu    750.000
ReykjavíkurAkademína ses. –

Sesselja G. Magnúsdóttir

Rannsókn á bókasafni Dagsbrúnar sem bókmenningu    300.000
Snorrastofa í Reykholti Forn trúarbrögð Norðursins 3.000.000
Upplýsing – félag bókasafns- og upplýsingafræðinga Rekstrarstyrkur 1.200.000
Wift á íslandi, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi Gagnasafn íslenskra kvenna í kvikmyndagerð    350.000
Þjóðbúningaráð Rekstrarstyrkur    500.000
Á sviði uppbyggingar landsmótsstaða:    
Bandalag íslenskra skáta Framkvæmdir á Úlfljótsvatni vegna Landsmóts skáta 2016 og World Scout Moot 2017 8.000.000
Golfklúbbur Akureyrar Uppbygging fyrir Íslandsmótið í höggleik 2016 á Jaðri ásamt endurbótum á golfskála 4.000.000
Ísafjarðarbær Uppbygging vegna landsmóts UMFÍ 50+ 4.000.000
Landssamband hestamannafélaga Framkvæmdir vegna Landsmóts hestamanna 2016 á Hólum í Hjaltadal 5.000.000
Skógarmenn KFUM Uppbygging landsmótssvæðis í Vatnaskógi 3.300.000

Úthlutun úr Myndlistarsjóði

Þann 1. júlí s.l. var úthlutað myndlistarráð úr Myndlistarsjóði fyrir árið 2015, 18,5 milljónum til 42 verkefna myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar.

Í tilkynningu frá myndlistarráði segir: “Að þessu sinni bárust sjóðnum alls 117 umsóknir að heildarfjárhæð 106,5 milljónir kr. Myndlistarráð fagnar því hversu margar umsóknir bárust sjóðnum en fjöldi umsókna sýnir berlega þann drifkraft og grósku sem einkennir íslenskt myndlistarlíf.

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

Fimmtán styrkir voru veittir úr flokki stærri sýningarverkefna sem er stærsti flokkur sjóðsins; þar af hlutu styrk tíu hátíðir og sýningarstaðir og fimm einstaklingar. Stærsta styrkinn að upphæð 1,8 m.kr hlýtur myndlistarhátíðin Sequences VIII. Að auki hljóta tólf myndlistarmenn styrk í flokki minni sýningarverkefna, styrkir til útgáfu- og rannsókna nema 6,1 m.kr. og 1,5 m.kr  er veitt til undirbúnings verkefna.

UMSÆKJANDI VERKEFNI STYRKUR
Sequences-myndlistarhátíð Sequences VIII 1.800.000
Cycle Music and Art Festival Leyst úr læðingi 900.000
Theresa Himmer Speak Nearby, exhibition at Soloway, New York 600.000
Culturescapes CULTURESCAPES Iceland: Special Art Program 1.000.000
Eygló Harðardóttir 3 sýningar 400.000
Gerðarsafn-Listasafn Kópavogs skúlptúr-skúlptúr 400.000
Hrafnhildur Arnardóttir All Very Agile Flames 250.000
Nýlistasafnið P.S. Ekki gleyma mér 500.000
Kling & Bang The Confected Video Archive of Kling & Bang – viðhald og sýning í Austellungsraum Klingental 400.000
Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands The Assembly of The Hyperboreans 500.000
Djúpavogshreppur Rúllandi Snjóbolti/6, Djúpivogur 400.000
Verksmiðjan Hjalteyri Sumarryk, sýningar 2016 400.000
Listasafnið á Akureyri A! Gjörningahátíð 300.000
Karlotta Blöndal Rannsókn, sýning og útgáfa um pappír 300.000
Hulda Rós Guðnadóttir Keep Frozen 400.000
8.550.000
 
UMSÆKJANDI VERKEFNI STYRKUR
Styrmir Örn Guðmundsson Einkasýning í JOEY RAMONE (Rotterdam) 300.000
Eva Ísleifsdóttir I am Here Belive 250.000
Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands Sýning: Ingólfur Arnarsson & Þuríður Rós Sigurþórsdóttir 300.000
Arnar Ásgeirsson Promesse du Bonheur 200.000
Arna Óttarsdóttir Einkasýning í i8 nóvember 2015 200.000
Tumi Magnússon Sýning í MACMO, Museo de Arte Contemporaneo, Montevideo, Uruguay 200.000
Einar Falur Ingólfsson Culturescape 2015 / 2 sýningar 100.000
Claudia Hausfeld Exhibition Switzerland 100.000
Una Margrét Árnadóttir Þrykk í SØ 150.000
Rakel McMahon We are Family 200.000
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir Samsýning í Sideshow Gallery, New York 150.000
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Umgerð – Sýning Hugsteypunnar í Listasafni Akureyrar 200.000
2.350.000
 
UMSÆKJANDI VERKEFNI STYRKUR
Staðir / Places Staðir / Places 250.000
Sigurður Guðjónsson Einkasýning í Berg Contemporary 250.000
Nýlistasafnið Rolling Line 500.000
Helga Þórsdóttir augnaRáð 300.000
Haraldur Jónsson Hringstig 200.000
1.500.000
 
UMSÆKJANDI VERKEFNI STYRKUR
Sigtryggur Berg Sigmarsson óskýr sjón, lita raskanir, mjúkar og hraðar handahreyfingar 50.000
Ragnhildur Jóhanns Reykjavík Stories 550.000
Steingrímur Eyfjörð Vinnuheiti: „Tegundagreining“ – Rit um verk Steingríms Eyfjörð 700.000
Ásta (Ástríður) Ólafsdóttir Ásta Ólafsdóttir, Myndlist 500.000
Eygló Harðardóttir Útgáfa bókverks 500.000
Margrét H. Blöndal Teikningabók 500.000
Heiðar Kári Rannversson ÍSLENSK BÓKVERK 600.000
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá Útgáfa á listaverkabók um Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. Vinnuheiti: Orðin, tíminn og blámi vatnsins. 700.000
Crymogea Birgir Andrésson – Verk 1.000.000
Rúrí (Þuríður Rúrí Fannberg) Gjörningar – Útgáfa bókar / skráning ljósmynda og heimilda 1.000.000
6.100.000

Mannúðarsamtök fá styrki fyrir jólin frá Landsbankanum

Landsbankinn hefur úthlutað fjórum milljónum króna til fjögurra félagasamtaka sem vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf fyrir samfélagið fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn á Íslandi fengu hver um sig eina milljón króna til að sinna aðstoð innanlands og UNICEF á Íslandi fékk eina milljón króna til neyðarhjálpar gegn ebólufaraldrinum í ríkjum Vestur-Afríku.

Mæðrastyrksnefnd nýtir fjárstuðning sinn til að fjármagna matarúthlutun og gjafir fyrir jólin og aðstoðar með því fjölda fjölskyldna. Hjálparstarf kirkjunnar færir skjólstæðingum sínum um land allt innkaupakort og Rauði krossinn sinnir innanlandsaðstoð við efnalitlar fjölskyldur um land allt. Hópur starfsfólks Landsbankans mun aðstoða Mæðrastyrksnefnd á næstu dögum við að deila út stuðningi til skjólstæðinga en stefna bankans er að starfsmenn taki þátt í völdum samfélagsverkefnum með sjálfboðastarfi.

Jolastyrkir-hopmynd-515

Heimild og mynd: landsbankinn.is