Tag Archives: reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg styrkir björgunarsveitir í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík hafa undirritað styrktarsamning. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Samningurinn er til þriggja ára og mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar um 10 milljónir árlega til að styðja við rekstur á samningstímanum. Samtals nemur styrk fjárhæðin 30 milljónum króna og er hún greidd óskipt til styrkþega og skulu þeir sjá um að skipta styrknum á milli sín skv. sérstöku samkomulagi þar um.

Björgunarsveitirnar hafa sér þjálfaðan mannskap í rústabjörgun, fjallabjörgun, köfun og fyrstu hjálp. Um er að ræða sjálfboðaliða sem eru þaulvanir að takast á við hvern þann vanda sem upp kann að koma

Sumarstörf í Reykjavik

Umsóknarfrestur um margvísleg sumarstörf hjá Reykjavíkurborg rennur út þann 29.mars næstkomandi.  Markmiðið er að bjóða ungmennum 17 ára og eldri, almenn sumarstörf og afleysingastörf hjá stofnunum borgarinnar. Sumarstörfin hjá borginni eru fjölbreytt og snerta daglegt líf borgarbúa með ýmsum hætti.

Sumarstörf hjá borginni eru fyrir þá sem eru 17 ára og eldri en þó er misjafnt eftir störfum hvaða aldurstakmörk gilda. Sem dæmi þurfa umsækjendur að hafa náð 20 ára aldri til að vera ráðnir í störf leiðbeinenda á sumarnámskeiðum eða við öryggisstörf.
Hjá Vinnuskóla Reykjavíkur er lágmarksaldur leiðbeinenda 22 ár en liðsmanna og aðstoðarleiðbeinenda 20 ár.
Ráðningatími í sumarstörf er 4 – 12 vikur og þau ungmenni sem eiga lögheimili í Reykjavík hafa forgang í störf borgarinnar.
Umsókn um starf  jafngildir ekki ráðningarsamningi. Byrjað verður að vinna með umsóknir eftir að umsóknarfrestur rennur út. Ungmenni frá 17 ára og eldri eru hvattir til að sækja um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnustaður landsins, með yfir átta þúsund starfsmenn.

Reykjavíkurborg þjónustar hælisleitendur

Forstjóri Útlendingastofnunar og borgarstjóri skrifuðu í vikunni undir samning um þjónustu Reykjavíkurborgar við hælisleitendur sem innanríkisráðherra staðfesti. Samningurinn er liður í því hlutverki stjórnvalda að tryggja hælisleitendum þjónustu meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum og tryggja fullnægjandi búsetuúrræði.

Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samninginn ásamt Ólöfu Nordal innanríkisráðherra en hann gildir út næsta ár.

Reykjavíkurborg er með samningi þessum að skuldbinda sig til að þjónusta fimm fjölskyldur meðan þær bíða úrlausnar mála sinna hér á landi, sem er viðbót frá fyrri samningi sem eingöngu náði yfir einstaklinga sem sótt hafa um hæli á Íslandi og bíða úrlausnar. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar annast þjónustuna sem felst í að tryggja hælisleitendum húsnæði, félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig mun borgin sjá um að hælisleitendur fái túlkaþjónustu eftir því sem við á og leitast við að gefa þeim tækifæri til að kynnast íbúum og afla sér þekkingar á íslensku samfélagi. Þá skulu samningsaðilar hafa með sér samráðsvettvang þar sem fjallað skal reglulega um þjónustuna og framgang hennar þar sem rýnt verður sérstaklega í þjónustu við börn.

_MG_5594a