Tag Archives: ásmundur sveinsson

Fyrsta útilistaverk Reykjavíkurborgar í Seljahverfi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði verkin Móðir mín í kví, kví og Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson við Seljatjörn og Seljakirkju á föstudagsmorgun.  Þetta eru fyrstu útilistaverk sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í Seljahverfi.

Ásmundur mótaði verkið Fýkur yfir hæðir þegar hann bjó og starfaði á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi á árunum 1931-1933. Um þessa fallegu en jafnframt átakanlegu mynd sagði Ásmundur: „Ég gerði hana í Laugarnesi. það var bylur úti og mér datt í hug að gera mynd af konu sem reynir að vernda barnið sitt. Lítill strákur kom svo til mín síðar, sá skissuna og segir: „Ég veit hvað þessi mynd heitir.“ „og hvað heitir hún?“ sagði ég. „Fýkur yfir hæðir,“ sagði stráksi.“

img_5737

Stytta Einars Benediktssonar flutt að Höfða

Til stendur að færa styttuna af Einari Benediktssyni frá Klambratúni til Höfða, en styttan er eftir Ásmund Sveinsson.

Föstudaginn 31. október síðastliðinn voru liðin 150 ár frá fæðingu Einars Benediktssonar ljóðskálds. Einar átti merkan lífsferil, var ævintýramaður og sennilega hvað víðförlastur sinna samtíðarmanna og dvaldi langdvölum erlendis. Hann var virt skáld og gaf út fimm ljóðabækur. Hann gaf út fyrsta dagblaðið á Íslandi, Dagskrá, og var ritstjóri blaðsins. Hann var eldhugi með sterka félagslega samkennd og vildi lyfta þjóð sinni til mennta og betri vegar.

einar_ben_stytta_bb_2