Reykjavíkurborg hefur gefið út stefnu í málefnum utangarðsfólks til ársins 2018.
Samkvæmt rannsókn frá árinu 2012 féllu 179 einstaklingar, þar af þriðjungur konur, undir skilgreiningu um heimilisleysi. Þar kom einnig fram að helstu ástæður heimilisleysis má rekja til áfengis- og vímuefnavanda eða um 62% og hjá 31.3% var orsökin geðræn vandamál.
Megináherslur í stefnu Reykjavíkurborgar eru á forvarnir og viðbrögð við stöðunni í málaflokknum. Kortleggja þarf þarfir utangarðsfólks og greina þjónustuþarfir hópsins m.a. hvað varðar húsnæðisúrræði auk þess sem lögð er áhersla á samstarf með ríki og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Margir komu að gerð stefnunnar sem styðst við rannsóknir og umræðu við fulltrúa allra hlutaðeigandi samstarfsaðila í málaflokknum, s.s. fulltrúa Rauða krossins, velferðarráðuneytis, Lögreglunnar í Reykjavík, Hjálpræðishersins, Geðsviðs LSH, SÁÁ, Samhjálpar, Barnverndar Reykjavíkur, sérfræðinga og stjórnendur fjölmargra þjónustuúrræða á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða og stjórnendur á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi