Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17:00.
– launasjóður hönnuða
– launasjóður myndlistarmanna
– launasjóður rithöfunda
– launasjóður sviðslistafólks
– launasjóður tónlistarflytjenda
– launasjóður tónskálda
Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka:
• Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
• Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
• Starfslaun fyrir sviðslistahópa – athugið að sú breyting hefur verið gerð að sviðslistahópaumsókn er felld inn í atvinnuleikhópaumsókn
Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni www.listamannalaun.is
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar