Um nokkurra ára skeið hefur verið ljóst að vegna viðvarandi fjölgunar nemenda er farið að þrengja að í skóla- og frístundahúsnæði Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Austurbæjarskóla. Í haust sem leið eignaðist Reykjavíkurborg Vörðuskóla á Skólavörðuholti og var skóla- og frístundasviði falið að útfæra starfsemi fyrir unglingaskóla þar.
Á fundi skóla- og frístundaráðs 26. janúar var samþykkt einróma að stofna starfshóp til að meta og útfæra tillögur um framkvæmd grunnskóla- og frístundastarfs í áðurnefndum skólum í ljósi aukins nemendafjölda. Starfshópurinn mun skila tillögum sínum í lok mars.
Annar starfshópur mun rýna stöðuna í Laugarnes- og Langholtshverfi með tilliti til úrbóta í húsnæðismálum grunnskóla- og frístundastarfs.
Fjölgun nemenda í þessu hverfi veldur þrengslum í Laugarnesskóla, Laugarlækjarskóla og Langholtsskóla.
Starfshópurinn mun skila tillögum í lok febrúar.
Aðrar fréttir
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands
Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi 1. júlí 2024
Tómas Brynjólfsson skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika