Smáþjóðaleikarnir munu fara fram dagana 1. til 6. júní 2015 í Reykjavík og eins og nafnið bendir til er um að ræða íþróttakeppni með þátttöku smáþjóða í Evrópu. Fyrstu leikarnir voru haldnir í San Marínó árið 1985 og voru 25 íslenskir þátttakendur á þeim en þeir verða um 200 á leikunum næsta sumar.
Níu þjóðir taka þátt í Smáþjóðaleikunum: Ísland, San Marínó, Andorra, Mónakó, Malta, Liechtenstein, Kýpur, Svartfjallaland og Lúxemborg. Keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi, júdó, skotfimi, tennis, borðtennis, körfuknattleik, blaki, áhaldafimleikum og golfi. Gert er ráð fyrir að um 1200 sjálfboðaliða þurfi til að starfa á leikunum.
Aðrar fréttir
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi
Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna á Íslandi
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands