09/09/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Skólahljómsveit frá Ósló í Húsdýragarðinum

Voksen skoles musikkorps er skólahljómsveit frá Ósló. Þau munu halda tónleika m.a. í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 22. júní kl. 14:00.

Hljómsveitin samanstendur af 40 blásara- og slagverksnemendum á grunn- og framhaldsskólastigi á aldursbilinu 13 til 19 ára.
Á þjóðhátíðardegi Norðmanna þann 17. maí ár hvert fara allar skólalúðrasveitir Noregs í skipulagðar skrúðgöngur og færa tónlist sína inn á götur og stræti allra bæja og borga. Reykvíkingum gefst kostur á að kynnast þessari hefð sunnudaginn 22. júní en þá mun hljómsveitin vera með skrúðgöngu á undan tónleikunum í Fjölskyldugarðinum klukkan 14 og síðan aftur á Laugaveginum klukkan 17.
Einnig verða þau með tónleika á Þingvöllum þann 23. júní.