03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Setja upp Parísarhjól á Miðbakka Reykjavíkur í sumar

Skólavörðurstígur

Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu.

Reykjavíkurborg auglýsti í mars eftir samstarfaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Er það hugsað sem spennandi viðbót við fjölbreytt borgarlíf og skemmtilegt framhald á mikilli uppbyggingu í miðborginni. Mikill áhugi var á verkefninu og bárust fjórar umsóknir, en ákveðið var að bjóða Taylors Tivoli Iceland ehf til viðræðna. Á fyrirtækið önnur parísarhjól og hefur reynslu bæði af rekstri þeirra og af rekstri tívolís á Miðbakka. Gengið hefur verið úr skugga um að búnaðurinn þoli íslenskar aðstæður, þar með talið vindálag og jarðhræringar. Áhersla verður lögð á góða hljóðvist í kringum parísarhjólið og verða framkvæmdar hljóðmælingar á prufutímabilinu.