21/05/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Samningur um leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna framlengdur

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna undirrituðu í vikunni samning sem felur í sér áframhaldandi þjónustu samtakanna við leigjendur íbúðarhúsnæðis. Samningurinn gildir til ársloka 2016.

Neytendasamtökin hafa árum saman sinnt aðstoð við leigjendur í einhverjum mæli og hefur eftirspurn eftir þessari þjónustu farið ört vaxandi. Frá árinu 2011 hafa Neytendasamtökin annast þjónustu við leigjendur samkvæmt formlegum samningi við velferðarráðuneytið sem kveður á um að samtökin sinni upplýsingagjöf til leigjenda um réttindi þeirra og skyldur, auk þess að veita lögfræðiráðgjöf. Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hefur gefist vel og ljóst er að mikil eftirspurn er meðal leigjenda eftir upplýsingum og ráðgjöf á þessu sviði.

Erindum sem berast Neytendasamtökunum um húsaleigumál hefur fjölgað umtalsvert frá því að fyrsti þjónustusamningurinn var gerður milli ráðuneytisins og Neytendasamtakanna árið 2011. Árið 2012 bárust 1431 erindi en gert er ráð fyrir að í ár muni málafjöldinn enda í 2184 og nemur aukningin um 8%.