07/02/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Safnanótt á Árbæjarsafni 7. febrúar

Þann 7. febrúar næstkomandi mun Árbæjarsafn halda Safnanótt, endurskapa horfinn heim, með kvöldvöku á baðstofuloftinu í Árbæ. Þar situr fólk við daufa birtu og stritar við að kemba, spinna og prjóna og húsbóndinn kveður rímur fyrir heimilisfólkið.
Kvöldvakan var forðum fastur liður í lífi fólks yfir veturinn. Þegar verkefnum dagsins sleppti og rökkrið færðist yfir settist fólk að vinnu í baðstofunni. Einkum fékkst fólk við tóskap, auk þess sem menn brugðu í reipi, rökuðu gærur eða fengust við annað það sem mikilvægt þótti til heimilisþarfa.
Boðið verður upp á leiðsagnir á Árbæjarsafni, með reglulegu millibili, þar sem gestum gefst kostur á að ganga inn í fortíðina og upplifa stemninguna á íslenskri kvöldvöku. Steindór Andersen kveður rímur.