Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsvoða á geymslusvæði Strætó á Hesthálsi í Reykjavík í fyrrinótt, en þar brunnu tveir strætisvagnar. Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 2.20, en grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Lögreglan biður alla þá sem geta veitt upplýsingar um málið, um hugsanlegar mannaferðir eða ökutæki á ferð nálægt vettvangi o.s.frv., að hafa samband í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi