27/03/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Óveður um allt land

Riflega 500 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinna nú lokunum vega, óveðursútköllum eða eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem nú gengur yfir landið.

Í Vestmannaeyjum fauk þak af íbúðarhúsi við Smáragötu og lenti í heilu lagi á lóð rétt hjá. Húsið er stórskemmt og ekki talið öruggt fyrir björgunarmenn að fara nálægt því. Íbúarnir hafa verið fluttir í skjól og verið er að aðvara eigendur nærliggjandi húsa. Tilkynningar hafa borist um fleiri laus þök og fokverkefni.

Björgunarsveitir hafa einnig sinnt nokkrum aðstoðarbeiðnum á Suðurnesjum og fyrir austan fjall en þau hafa ekki verið alvarlegs eðlis.