27/03/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Öskudagsráðstefna – já kennari

Hátt í sex hundruð grunnskólakennarar hafa skráð sig á ráðstefnuna Já, kennari sem haldin verður á öskudag, miðvikudaginn 5. mars.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi  Skólastjórafélags Íslands, Kennarafélags Reykjavíkur og skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur og er stærsti fagvettvangur grunnskólakennara á landinu.

Aðalfyrirlesari er Hans Henrik Knoop, dósent í sálfræði menntunar við kennarasvið Árósarháskóla og forseti European Network for Positive Psychology.  Hann mun í erindi sínu fjalla um mikilvægi þess að allir nái að blómstra í skólastarfi, hvort heldur kennarar eða nemendur.

Ráðstefnugestir geta valið um fimm málstofur þar sem starf kennara og áhersluþættir verða ræddir úr frá ýmsum sjónarhornum, s.s. rannsóknum á læsi, starfendarannsóknum, leiðtogahlutverkinu, útikennslu með notkun kennsluapps og jákvæðri sálfræði. Dönsku hjónin Bo Krüger og Marianne Boye munu stýri málstofu um leiðtogahlutverk kennarans en þau hafa starfað með fjölmörgum skólum í Danmörku.

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica  og hefst kl. 13.