22/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Nýir veitingastaðir í flugstöðinni

ISAVIA hefur greint frá því að fyrsta áfanga við endurnýjun á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé lokið með opnun tveggja nýrra veitingastaða og einnar verslunar. Framkvæmdir á svæðinu munu halda áfram og verða lokið í áföngum fram í miðjan maí n.k.
Tveir nýir veitingastaðir, Mathús og Loksins Bar, hafa tekið til starfa. Báðir leggja þeir áherslu á að skapa íslenskt andrúmsloft og komu margir íslenskir hönnuðir að hönnun þeirra. Mathús verður stærsti veitingastaðurinn á svæðinu og mun bjóða upp á fjölskylduvænan mat. Loksins Bar leggur áherslu á íslenskan bjór og hefur yfir 30 bjórtegundir frá íslenskum brugghúsum á boðstólum. Þá hefur Optical Studio opnað verslun sína á nýjum stað en verslunin hefur verið í flugstöðinni í 16 ár.
Sex verslanir og einn veitingastaður, sem áður voru á svæðinu, voru valin í forvali til þess að halda áfram rekstri en við bætast tvær nýjar verslanir og fjórir veitingastaðir. Verslanirnar 66°N, Bláa Lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi í flugstöðinni. Við bætast tískuvöruverslun með þekkt erlend vörumerki ásamt íslenskri hönnun og sælkeraverslunin Nord.  Fjórir nýir drykkjar- og matsölustaðir opna á fríhafnarsvæðinu, staðirnir Mathús , Loksins bar, Segafredo og Joe and the Juice.
loksins-og-mathusid-opna-1Heimild og mynd: isavia.is