Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað fyrir neyðarsöfnun á vetrarfatnaði sem verður komið til úkraínskra flóttamanna í Hvíta-Rússlandi. Rauði krossinn hvetur alla sem hafa tök á því til að leggja söfnuninni lið með hvers kyns prjónafatnaði, vetrarfatnaði og skóm, eða hlýjum teppum. Sóst er eftir fötum fyrir alla aldurshópa og bæði kyn.
Mikilvægt er að fatapokarnir sem ætlaðir eru úkraínskum flóttamönnum séu merktir „Úkraína“ áður en þeim er komið fyrir í fatagámum Rauða krossins eða grenndargámum. Einnig er tekið við fatnaði í miðstöð fatasöfnunar Rauða krossins í Skútuvogi 1 í Reykjavík.
Þetta kemur fram á vef Rauða krossins.
Aðrar fréttir
Samgönguvika framundan
Ísland komið í hóp bestu ríkja heims í netöryggismálum
Varnir Íslands æfðar á Norður-Víkingi 2024