Tilkynning frá Krabbameinsfélaginu:
Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir, Mottumars er að bresta á.
Nú dregur þó til tíðinda, því mottukeppnin sjálf er nú haldin í sjöunda og síðasta sinn. Ekki missa af tækifærinu til að rækta karlmennskuna og láta mottuna blómstra.
Þú og yfir 14 þúsund aðrir mottumenn og konur hafið tekið þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni Krabbameinsfélagsins síðan 2010. Við erum ykkur að eilífu þakklát fyrir stuðninginn og skemmtunina. Og allar motturnar auðvitað.
Verið viðbúin. Leggið rakvélunum og dragið fram skeggsnyrtinn. Við opnum fyrir skráningar 27. febrúar á mottumars.is.
Föstudaginn 11. mars 2016 hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr!
Aðrar fréttir
Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir
Opnað að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Tekjumörk hlutdeildarlána hækkuð