03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Mörg útköll á höfuðborgarsvæðinu í morgun

Mikið hefur verið um útköll á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar á meðal gegnum 112. Símtölum var ekki annað á tímabili og var fólk beðið um að hringja í númerið 570-2080, ef neyðarástand skapaðist ekki væri svarað í 112.

Útköll hafa flest verið tengd því ofsaveðri sem fór yfir höfuðborgarsvæðið í morgun, en jafnvægi er nú komið á útköll sem eru að berast.

Mikil og góð samvinna var á milli Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og öðrum útkallsaðilum eins og björgunarsveitum, slökkviliði , Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og fleiri.

Þetta kemur fram á vef lögreglunnar.