Við komu ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar þann 8. september síðastliðinn var lagt hald á verulegt magn fíkniefna. Málið var unnið í samstarfi lögreglustjórans á Austurlandi, embættis Tollstjóra, lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og færeyskra tollayfirvalda.
Erlent par á fimmtugsaldri var handtekið í þágu rannsóknar málsins og hafa þau verið úrskurðuð í 14 daga gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er á frumstigi.
Aðrar fréttir
Mælti fyrir frumvarpi þar sem stutt er betur við umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna
Mælt fyrir nýjum sóttvarnalögum á Alþingi
Fyrsta skóflustungan tekin að bílastæða- og tæknihúsi Nýs Landspítala