21/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Menningar kvöldgöngur

Borgarbókasafn, Borgarsögusafn og Listasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20 frá og með 19. júní. Lagt er upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17, nema annað sé tekið fram.
Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

19. JÚNÍ – KVENNASÖGUSLÓÐIR Í KVOSINNI 
Í boði allra safnanna
Gengið á slóðir kvenna í tilefni af kvennadeginum 19. júní. Farið verður eftir bókinni Kvennasöguslóðir í Kvosinni sem verður endurútgefin í tilefni dagsins. Lagt er upp frá nýjum höggmyndagarði til minningar um formæður íslenskrar höggmyndlistar í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins.

26. JÚNÍ – FÆÐUHRINGURINN
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Matarsaga Reykjavíkur er atvinnusaga borgarinnar og saga byggðaþróunar. Gengið verður um gamla matjurtagarða, stakkstæði, blóðvelli, veitingastaði og verslanir liðins tíma. Gönguna leiða Laufey Stein- grímsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir. Lagt er upp frá Bæjarfógetagarði.

3. JÚLÍ – REYKJAVÍK SAFARÍ
Í boði allra safnanna
Fjölmenningarleg ganga þar sem menningarlífið í miðborginni er kynnt á íslensku (fyrir byrjendur), ensku, pólsku, víetnömsku, arabísku og frönsku.  Hvar eru söfnin og aðrir skemmtilegir staðir? Hvað er fyrir börn, fjölskyldur og fullorðna? Göngunni lýkur í Hafnarhúsinu með skemmtun og hressingu.

10. JÚLÍ – LÍFIÐ GENGUR SINN GANG
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Ljóðaganga um slóðir hversdagsleikans í miðborginni. Farið verður eftir Ljóðakorti Reykjavíkur sem unnið er af Borgarbókasafni. Einar Björn Magnússon og Björn Unnar Valsson leiða gönguna.

17. JÚLÍ – NÆSTA STOPPISTÖÐ: HLEMMUR  
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Gamla gasstöðin, halastjarna Halleys, fallegar síðfúnkisbyggingar, félagslegt athvarf, Norðurpóllinn, bílasölur og klyfjahesturinn eru meðal þess sem Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi rifjar upp í fjölbreyttri sögu Hlemmsvæðisins. Hann ræðir einnig um þá uppbyggingu sem stendur fyrir dyrum. Lagt er upp austan við skiptistöð Strætós.

24. JÚLÍ – MEISTARAHENDUR
Listasafn Reykjavíkur
Gengið um höggmyndagarð Ásmundarsafns, en hann prýða nær þrjátíu höggmyndir Ásmundar Sveinssonar. Kvöldopnun á safninu á meðan gangan fer fram. Lagt er upp frá Ásmundarsafni við Sigtún.

31. JÚLÍ – ÚR ÓÐNI Í ÖRFIRISEY 
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Gengið um Vesturhöfnina í Reykjavík og saga hennar rakin. Gangan hefst við Sjóminjasafnið í varðskipinu Óðni og fer síðan framhjá verbúða-bryggjunni, að Þúfunni og Norðurgarði.

7. ÁGÚST – MARARÞARABORG 
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Höfnin og hafið koma víða við í íslenskum bókmenntum og gefst gestum færi á að smakka á hinum ýmsu afurðum sjávarins í meðförum rithöfunda. Úlfhildur Dagsdóttir og Einar Ólafsson leiða göngu um Reykjavíkurhöfn.

14. ÁGÚST – VERKAMANNABÚSTAÐIR VIÐ HRINGBRAUT
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Kíkt í heimsókn í Verkamannabústaðina við Hringbraut og saga þeirra rakin í máli og myndum undir leiðsögn sérfræðinga.

21. ÁGÚST – NÝ ÚTILISTAVERK
Listasafn Reykjavíkur
Gengið um miðborgina þar sem skoðuð verða
nýlega uppsett útilistaverk og athugað hvernig þau passa inn í borgarmyndina. Heiðar Kári Rannversson listfræðingur leiðir gönguna.