Vegna óveðurs sem gengur yfir landið hefur nánast öllum fjallvegum á landinu verið lokað. Vegir á Reykjanesi og flestir vegir á Suðurlandi eru einnig lokaðir og það sama má segja um Kjalarnes, Hafnarfjall og Snæfellsnes. Í Skagafirði er slæmt ferðaveður og flestir vegir lokaðir. Vegirnir um Súðavíkurhlíð, Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Einnig er lokað með suðausturströndinni frá Hvolsvelli og austur á Fáskrúðsfjörð. Ekki er reiknað með að þessir vegir opni fyrr en á morgun.
Hálka er á flestum öðrum leiðum en flughálka á nokkrum leiðum á Suðurlandi og í Ísafjarðardjúpi.
Aðrar fréttir
Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir
Opnað að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Tekjumörk hlutdeildarlána hækkuð