03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024

Íslensku safnaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn þann 18. maí sem er Alþjóðadagur safna. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og er ætlað að vekja athygli á því sem vel er gert á íslenskum söfnum. Þeim er jafnframt ætlað að efla faglegan metnað og vera hvatning til að kynna menningu þjóðarinnar á framsækinn og áhugaverðan hátt.

Að verðlaununum standa Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félags íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS).

Listasafn Reykjavíkur hlaut verðlaunin í ár fyrir framsækið miðlunarstarf.

Í um­söfn val­nefnd­ar seg­ir meðal ann­ars:

„Grunn­stef í miðlun Lista­safns Reykja­vík­ur er að all­ir geti tengst mynd­list í fortíð og sam­tíma á eig­in for­send­um. Gest­ir safns­ins á öll­um aldri, af ólíku þjóðerni og mis­mun­andi áhuga eða getu eru hvatt­ir til að skoða og upp­götva og ekki síst til þátt­töku í miðlun­ar­starfi safns­ins. Safnið leit­ast við að sníða sýn­ing­ar og aðra miðlun með það að mark­miði að skapa borg­ar­bú­um og öðrum gest­um inni­halds­rík­ar og ánægju­leg­ar mynd­list­ar­stund­ir.

Í miðlun­ar­starfi sínu sýn­ir Lista­safn Reykja­vík­ur mik­inn metnað og ný­sköp­un til að ná til ólíkra mark­hópa safns­ins á framúrsk­ar­andi hátt.“

Önnur söfn sem hlutu einnig til­nefn­ing­ar voru Gerðarsafn fyr­ir teng­ingu milli innra og ytra safn­a­starfs, Lista­safn Íslands fyr­ir Sjón­arafl – þjálf­un í mynd­læsi, Sauðfjár­set­ur á Strönd­um fyr­ir sam­fé­lags­lega nálg­un í safn­a­starfi og Þjóðminja­safn Íslands fyr­ir Með verk­um hand­anna.

Starfsfólk og safnstjóri tóku við verðlaunum ásamt sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs.