Landsnefnd Bláa skjaldarins á Íslandi var formlega stofnuð föstudaginn 24. október, á degi Sameinuðu þjóðanna. Stofnfundurinn fór fram í Þjóðminjasafni Íslands og kom þar saman fjölmennur hópur fólks sem starfar að varðveislu menningarminja ásamt fulltrúum Almannavarna, Landsbjargar, Rauða krossins og ráðuneyta.
Blái skjöldurinn er menningunni það sem Rauði krossinn er mannúðar- og hjálparstarfi. Markmið hans að vernda menningarverðmæti þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara og átaka m.a. með áætlunum og viðbrögðum þegar vá steðjar að og stuðningi þegar hættuástandi líkur. Landsnefndum Bláa skjaldarins hefur verið komið á fót um allan heim og þær hafa víða unnið mikilvægt starf við verndum menningarverðmæta. Íslendingar þekkja vel afl náttúrunnar og þær hamfarir sem geta orðið af hennar sökum á mannlegt samfélag. Íslenskri menningu er því mikilvægt að slíkri starfsemi, sem Blái skjöldurinn er, sé komið á fót hér á landi.
Nánar má lesa á vef Þjóðskjalasafnsins.
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar