Síðastliðið mánudagskvöld setti Hjálparsveit skáta í Reykjavík upp samæfingu fyrir leitartæknihópa af höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Áherslan var lögð á leit á reiðhjólum og voru skipulögð tvö verkefni fyrir hópana; hraðleit í götum og portum í iðnaðarhverfi og hraðleit á stígum í Elliðarárdalnum. Reiðhjól gera leitarhópum kleift að hraðleita líklegar leiðir og staði sem fyrsta viðbragð og er tilgangurinn að gera forkönnun á leitarsvæði áður en farið er í ítarlegri leit.
Mynd: Guðmundur H. Önundarson .
Aðrar fréttir
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands
Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi 1. júlí 2024
Tómas Brynjólfsson skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika