25 verkefni fengu samfélagsstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í vikunni. Tvö verkefni fengu úthlutað einni milljón króna, níu verkefni fengu 500 þúsund krónur hvert og loks fengu fjórtán verkefni 250 þúsund króna styrk. Rúmlega 300 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni.
Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.
Samfélagsstyrkir Landsbankans – desember 2014
1.000.000 kr. styrkir
- Hjálpræðisherinn á Íslandi – Dagsetrið á Eyjarslóð fyrir heimilislaust fólk.
- Pétur Henry Petersen – Rannsókn miðuð að því að bæta greiningu Alzheimer-sjúkdómsins.
500.000 kr. styrkir
- Act alone – Leiklistarhátíðin Act alone á Suðureyri.
- Blátt áfram – Verkefnið Verndarar barna II.
- Eydís Franzdóttir – Tónleikaröðin 15:15 í Norræna húsinu.
- Félag nýrnasjúkra – Kaup á vatnshreinsivélum fyrir blóðskilunardeildir á Akureyri og Selfossi.
- Ljósið – Námskeið fyrir ungmenni sem eru aðstandendur krabbameinsgreindra.
- Mediaevaland – Spjaldtölvunámsefni fyrir leikskólabörn byggt á fornum kvæðum.
- Olnbogabörnin – Fræðsluvefur fyrir foreldra barna og unglinga með áhættuhegðun.
- Safnasafnið – Kaup á listaverkum Sölva Helgasonar listamanns sem uppi var á 19. öld.
- Spark films – Uppsetningar heimildaleiksýningar um snjóflóðin á Norðfirði árið 1974.
Alla styrkina má sjá á vef Landsbankans.
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar