Þremur milljónum króna var í vikunni veitt úr Menningarnæturpotti Landsbankans til 32 verkefna og viðburða sem fram fara á Menningarnótt. Menningarnæturpottur er samstarfsverkefni Landsbankans og Höfuðborgarstofu en bankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Allur fjárstuðningur Landsbankans rennur beint til listamanna og hópa sem koma fram á hátíðinni.
Þetta er í sjötta sinn sem styrkir eru veittir úr Menningarnæturpottinum. Í ár bárust vel yfir hundrað umsóknir og valdi starfshópur á vegum Höfuðborgarstofu styrkþegana. Við úthlutun var kastljósinu meðal annars beint að viðburðum á torgum miðborgarinnar; nýjum og gömlum, stórum og litlum, fundnum og földum.
Lista af styrkþegum má sjá á vef Landsbankans.
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar