07/02/2025

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Landsbankinn hættir útgáfu og innlausn ávísana

Með tilkomu rafrænna aðferða við greiðslumiðlun hefur dregið verulega úr notkun á ávísunum, enda er rafræn greiðslumiðlun í senn einfaldari og öruggari en ávísanir. Landsbankinn hefur hætt útgáfu og sölu ávísanahefta til einstaklinga og fyrirtækja og mun hætta innlausn innlendra ávísana 15. ágúst næstkomandi.

Notkun á ávísunum hefur dregist verulega saman og sífellt færri verslanir og þjónustuaðilar taka við þeim. Landsbankinn í samvinnu við Reiknistofu bankanna vinnur nú að því að endurnýja grunnupplýsingakerfi bankans og ekki er gert ráð fyrir umsýslu með ávísanir í nýja kerfinu.

Notkun á ávísunum hefur undanfarin ár einkum verið bundin við fá fyrirtæki og stofnanir. Yfir 100.000 viðskiptavinir Landsbankans nýta sér aðrar leiðir til að greiða og millifæra.