Það var þungu fargi létt af Landspítalafólki að verkfalli var aflýst í kjölfar samninga í deilu læknafélaganna og ríkisins, segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans í pistli á vef Landspítalans.
Forstjórinn fagnar sérstaklega yfirlýsingu um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og lýsir ánægju með að þar sé vikið að starfsaðstöðu og uppbyggingu nýs Landspítala.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi