Á fundi stjórnar KSÍ fimmtudaginn 13. ágúst var samþykkt að ráða Klöru Bjartmarz í starf framkvæmdastjóra KSÍ, en hún hafði áður verið ráðin tímabundið í mars á þessu ári. Klara hefur starfað fyrir KSÍ síðan í janúar 1994, lengst af við mótamál og landslið kvenna. Þá gegndi hún jafnframt starfi skrifstofustjóra KSÍ um árabil. Að auki hefur Klara starfað fyrir UEFA sem eftirlitsmaður á alþjóðlegum leikjum. Klara er fyrst kvenna til að gegna stöðu framkvæmdastjóra hjá KSÍ.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
Skóflustunga tekin að stækkun hjúkrunarheimilisins í Sóltúni
Þriggja milljarða viðbótarframlag í viðhald vega
Willum er nýr forseti ÍSÍ