Styrktarsjóður Kiwanisumdæmisins Ísland / Færeyjar og Kiwanisklúbbarnir Elliði, Eldey, Esja, Hekla og Dyngja hafa fært bráðamóttökunni á Landspítala Fossvogi að gjöf sjálfvirkt Lucas hjartahnoðtæki, ásamt fylgihlutum, til notkunar í þyrlum Landhelgisgæslunnar. Slík tæki hafa ekki verið í þyrlunum en Gæslan stundum fengið þau lánuð hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Hjartahnoðtækið var formlega afhent við TF-Líf á þyrlupallinum í Fossvogi þann 4. maí síðastliðinn. Bergur Stefánsson, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa, tók við tækinu fyrir hönd Landspítala, af Birni Ágústi Sigurjónssyni, formanni stjórnar Styrktarsjóðs Kiwanisumdæmisins og Gunnsteini Björnssyni, umdæmisstjóra Kiwanishreyfingarinnar. Með fleiri viðstaddra voru Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem tók síðan við tækinu af spítalanum til að hafa í björgunarþyrlunum.
Aðrar fréttir
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands
Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi 1. júlí 2024
Tómas Brynjólfsson skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika