Félagsmenn í Kiwanisklúbbnum Heklu hafa í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins, fært sjúkraþjálfun á Grensási að gjöf styrktarþjálfunartæki. Um er að ræða HUR styrktarþjálfunartæki sem eru sérstaklega hönnuð með endurhæfingu í huga.
Gjafirnar voru afhentar 13. maí 2014. Gjöfin kemur í mjög góðar þarfir og bætir úr brýnni þörf við þjálfun sjúklinga deildarinnar.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi