Nýverið tók níu manna hópur undanfara frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg þátt í björgunaræfingunni Arctic Response, sem fór fram á Austur Grænlandi. Æfingin, sem skipulögð var af danska hernum, fól í sér viðbrögð við slysum og öðrum atvikum við heimskautaaðstæður. Mismunandi hópar danska hersins og dönsku almannavarnanna tóku þátt í æfingunni en einnig kom Landhelgisgæslan að skipulagningu hennar.
Hlutverk íslenska hópsins var að þjálfa meðlimi í dönsku Sirius hersveitinni í sprungubjörgun og ferðalögum um jökla. Sirius sveitin sérhæfir sig í löngum ferðum á hundasleðum um heimskautasvæði Austur-Grænlands. Einnig var æft með félögum úr björgunarsveit bandaríska flughersins. Ferðin var einkar lærdómsrík og gekk samstarfið við dönsku hermennina mjög vel en veður og vetraraðstæður höfðu töluverð áhrif á framgang æfingarinnar.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir
Opnað að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Tekjumörk hlutdeildarlána hækkuð