21/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Íslenska karlalandsliðið tilnefnt til Laureus verðlaunanna

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið tilnefnt til hinna virtu Laureus verðlauna en þau hafa verið afhent árlega frá árinu 2000. Liðið er tilnefnt í flokknum „Framfarir ársins“ fyrir afrek sitt á EM í Frakklandi síðasta sumar. Laureus verðlaunin eru með virtustu viðurkenningum í íþróttaheiminum og hafa margar stjörnur úr hinum ýmsu íþróttagreinum verið tilnefndar í gegnum árin.

Laureus var ekki eingöngu stofnað til að veita íþróttafólki viðurkenningar. Eitt aðalmarkmið Laureus samtakanna er að standa fyrir góðgerðarverkefnum þar sem stutt er við íþróttaiðkun barna út um allan heim.

Tvö önnur lið og fjórir einstaklingar eru tilnefnd í sama flokki og karlalandsliðið okkar.

  • Almaz AYANA (Eþíópía)
  • Fiji Men’s Rugby Seven liðið
  • Íslenska karlalandsliðið
  • Leicester City FC (Bretland)
  • Nico ROSBERG (Þýskaland)
  • Wayde VAN NIERKERK (Suður Afríka)

Verðlaunin verða veitt í Mónakó 14. apríl næstkomandi og hefur fulltrúum landsliðsins verið boðið að vera viðstaddir verðlaunaafhendinguna.