20/04/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Ísland dróst gegn Hollendingum og Tékkum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu dróst í A riðil með Hollendingum, Tékkum, Tyrkjum, Kasökum og Lettum þegar dregið var í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag.  Tvö efstu lið hvers riðils komast beint á EM en liðum verður nú fjölgað úr 16 í 24 og einnig fer liðið með bestan árangur í 3. sæti beint í lokakeppnina. Hin liðin sem lenda í þriðja sæti sinna riðla fara í umspil.

Fyrstu leikirnir fara fram 7. – 9. september 2014.

A-riðill: Holland, Kasakstan, Ísland, Lettland, Tyrkland, Tékkland.