21/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Innanríksráðherra heimsótti Lögregluna í Reykjavík

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti í vikunni embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi Lögreglunnar  á Höfuðborgarsvæðinu var kynnt fyrir ráðherra.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og nánustu samstarfsmenn hennar tóku á móti ráðherra í heimsókn hennar á föstudaginn síðastliðinn.  Stöðugildi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru um 350 og eru lögreglumenn um 300 talsins. Alls nam  fjárveiting til embættisins um 3,8 milljörðum króna árið 2014 og rekur embættið 32 bíla og 13 bifhjól. Fram kom í tölum um afbrot fjölgað hefur fíkniefna- og ofbeldisbrotum í janúar í ár miðað við síðustu þrjá mánuði á undan en brotum fækkað í öðrum flokkum og var fækkunin mest í ölvunarakstursbrotum eða 36%.

_MG_4120