Leiksvæði yngri barna í Hljómskálagarðinum í Reykjavík er nú í endurnýjun með nýjum leiktækjum og betri frágangi á fallundirlagi. Verkefnið var valið í kosningunni Betri hverfi í fyrra.
Leiksvæðið er staðsett við samverusvæði í garðinum, en það hefur verið vinsælt meðal hópa og fjölskyldufólks. Ný tvöföld rennibraut, gormadýr, hringekja, jafnvægisstöng og veltipallur hafa verið sett upp á leiksvæðinu. Tvö eldri og lúin leiktæki voru fjarlægð, en tvö voru látin standa áfram.
Undir nýju gervigrasi eru mjúkar mottur sem fallundirlag og kemur það í stað gömlu öryggismalarinnar. Gras og kantsteinn sem afmarka leiksvæðið verða lagfærð.
Heimild og ljósmyndir: www.reykjavik.is
Aðrar fréttir
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands
Flóttafólki frá Úkraínu leyft að hafa með sér gæludýr
Ákveðið að hefja framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka