13/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Hjúkrunarráð Landspítala ályktar um ákæru

Ályktun frá hjúkrunarráði Landspítala 22. maí 2014:

Landspítala og hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild hefur nú verið birt ákæra vegna atviks á árinu 2012. Hjúkrunarráð Landspítala harmar þetta atvik þar sem maður lést og vottar aðstandendum hans dýpstu samúð.

Hjúkrunarráð hefur ítrekað bent á að álag á Landspítalanum sé of mikið og að starfsaðstæður séu víða óviðunandi. Staðan sem nú er upp komin veldur óvissu og mun breyta starfsumhverfi allra heilbrigðisstarfsmanna.

Hjúkrunarráð Landspítala fer fram á það við stjórnvöld og stjórnendur spítalans að sett verði viðurkennd öryggismörk hjúkrunar. Jafnframt þarf að leggja fram viðbragðsáætlun við frávikum, með öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna að leiðarljósi.