Hjartagátt Landspítala hafa verið færðar gjafir sem keyptar voru fyrir fé sem safnaðist með jólatónleikum í Fríkirkjunni 17. desember 2015. Um 140 gestir mættu á tónleikana og söfnuðust um 340 þúsund krónur. Keypt voru m.a. þrjú 32″ sjónvörp, fimm útvarpstæki ásamt heyrnartólum, örbylgjuofn, blandari, eggjasuðutæki, vöfflujárn og fleira.
Það er fastur liður í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni að halda styrktartónleika í desember. Að þessu sinni var ákveðið að styrkja Hjartagátt. Á tónleikunum komu fram um 30 flytjendur. Einsöngvarar voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Einar Clausen. Með þeim voru kvennakórinn Heklurnar og sjö manna hljómsveit.
Aðrar fréttir
Félagasamtök styrkt um 80 milljónir króna
Nýtt grasæfingasvæði í Úlfarsárdal
Reykjavíkurborg býður frítt internet á völdum stöðum