KSÍ gerði í vikunni samkomulag við Lagardére sports og Borgarbrag um hagkvæmnisathugun á frekari uppbyggingu Laugardalsvallar. Samkvæmt samkomulaginu, sem kynnt var á fjölmiðlafundi í höfuðstöðvum KSÍ, er gert ráð fyrir að aðilar skili KSÍ skýrslu í lok ágúst 2016.
Síðastliðið haust vann ráðgjafafyrirtækið Borgarbragur for-hagkvæmnisathugun, sem m.a. var kynnt á ársþingi KSÍ, og í kjölfarið hefur KSÍ ákveðið að fara í formlega hagkvæmnisathugum með Borgarbrag og Lagardére Sports.
Lagardére Sports hefur víðtæka reynslu á þessu sviði og hefur fyrirtækið starfað að mörgum verkefnum af mismunandi stærðargráðum víðs vegar um heiminn. Á meðal verkefna fyrirtækisins má nefna 7 af þeim 9 leikvöngum sem leikið verður á í úrslitakeppni EM 2016 í Frakklandi í sumar.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi