22/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Greining á upplýsingakerfum ríkisstofnana

Koma þarf á fót sérstakri starfseiningu innan stjórnsýslunnar sem fer með yfirstjórn í upplýsingatæknimálum og markar stefnu í málaflokknum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri greiningu á upplýsingakerfum ríkisstofnana sem Capacent vann fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Markmið greiningarinnar var að fá stöðumat á upplýsingatæknimálum ríkisins, sem lið í vinnu við mótun stefnu ríkisins í þessum málum.

Fram kemur í greiningu Capacent að auka þurfi gagnasamskipti milli stofnana, m.a. með samnýtingu fjárfestingar í vefþjónustu. Huga eigi að sameiginlegum rekstri upplýsingakerfa ríkisins og móta stefnu um tölvuský, sem felur í sér geymslu gagna í netþjóni.