Grænlenskur karlmaður á þrítugsaldri var í byrjun mars í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til fjögurra vikna á grundvelli almannahagsmuna í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á dauða Birnu Brjánsdóttur. Maðurinn var handtekinn um borð í fiskiskipinu Polar Nanoq 18. janúar og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir, sem nú hefur verið framlengt þriðja sinni.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi