Í lok vikunnar voru veitti Góði hirðirinn 10.140.000 kr. til 14 félagasamtaka til ólíkra málefna. Góði hirðirinn nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins sem og annarra. Markaðurinn er dæmi um gott samstarf starfsmanna SORPU og almennings, sem gefur notaða nytjamuni og húsbúnað í nytjagáma á endurvinnslustöðvum SORPU sem svo er komið í sölu í verslun Góða hirðisins.
Ágóði verslunarinnar rennur til góðgerðarmála og er það ótrúlega dýrmætt starfsfólki Góða hirðisins að fá að taka þátt í þessum viðburði og fá að sjá að ágóði af þeirra góða starfi er dýrmætt fyrir marga.
Fyrir helgi voru veittir styrkir til eftirfarandi aðila: Kraftur – 500.000 kr., Krabbameinsfélagið – 600.000 kr., Hjálparstarf kirkjunnar – 1.300.000 kr., Hjálpræðisherinn á Íslandi – 1.000.000 kr., Rauði krossinn á Íslandi – 1.300.000 kr., Hlutverk – 500.000 kr., Unglingasmiðjan Tröð og Stígur – 400.000 kr., Fjölskyldu- og fjölmenningarsetur Hjálpræðishersins – 400.000 kr., SEM – 300.000 kr., Einhverfusamtökin – 440.000 kr., MND félagið á Íslandi – 400.000 kr., Mæðrastyrksnefnd í Hafnarfirði – 400.000 kr., Fjölskylduhjálp Íslands – 1.300.000 kr. og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur – 1.300.000 kr.
Frá árinu 1999 hafa alls verið veittar 190 milljónir í styrki til ýmissa góðgerðarmála.
Heimild og mynd: sorpa.is
Aðrar fréttir
Mælti fyrir frumvarpi þar sem stutt er betur við umönnunaraðila langveikra og fatlaðra barna
Mælt fyrir nýjum sóttvarnalögum á Alþingi
Fyrsta skóflustungan tekin að bílastæða- og tæknihúsi Nýs Landspítala