03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Gleðigangan kl. 14 í dag

​Í gleðigöngu Hinsegin daga staðfestir hinsegin fólk tilveru sína, sýnileika og gleði. Þar sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, transfólk og intersex fólk í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum. Gleðigangan er hápunktur og stolt hátíðarinnar sem er nú haldin í  sextánda sinn en hún hófst 5. ágúst s.l. og lýkur 10. ágúst.

Gengið er frá Vatnsmýrarvegi að Arnarhóli í dag, laugardaginn 9. ágúst 2014 kl. 14:00. Regnbogaútihátíð verður haldin á Arnarhóli eftir göngu. Pride ball verður svo haldið í Rúbín í Öskjuhlíð í kvöld.

ad719b_efc1a305b29d4604aa223cb9f3720ebb