Nánast allir geislafræðingar sem sögðu upp á Landspítala og hættu störfum 1. september 2015 eru meðal þeirra sem sótt hafa um starf aftur. Alls sögðu 25 geislafræðingar upp störfum og hættu 17 þeirra 1. september. Þau störf voru auglýst með umsóknarfresti til 21. september. Fyrir þann tíma bárust 15 umsóknir en umsóknir héldu áfram að berast eftir þann tíma og því var ákveðið að auglýsa aftur. Sá umsóknarfrestur rennur út 12. október. Nú þegar hafa rúmlega 30 umsóknir borist og eru sumar þeirra erlendis frá.
Díana Óskarsdóttir, deildarstjóri röntgendeildar, segir að útlitið sé allt annað og betra en verið hefur og fari sem horfi verði röntgendeildin á Landspítalanum aftur fullmönnuð þegar kemur fram í október.
Reykjavíkurfréttir
Aðrar fréttir
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi
Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna á Íslandi
Frábær aðsókn að nýju grunnnámi í blaðamennsku við Háskóla Íslands